12 nóv Vegan súkkulaðikonfekt með hnetusmjörsfyllingu
Þetta vegan súkkulaðikonfekt með hnetusmjörsfyllingu er byggt á Reeses Peanut Butter Cups sem margir hnetusmjörsaðdáendur kannast við. Þetta er svo einföld uppskrift og mjög þægilegt að eiga í frystinum ásamt alls konar öðru vegan hollustu nammi héðan af síðunni. Það minnkar líkur á að þú fáir þér aðra óhollari sætu og það er svo merkilegt með svona hollustu nammi að þrátt fyrir að það sé svona gott þá kveikir það ekki á „kraftátsþörfinni“ sem svo margir kannast við þegar þeir opna sér poka af hefðbundnu sælgæti.
Það eru aðeins 5 innihaldsefni í þessari uppskrift að vegan súkkulaðikonfekt með hnetusmjörsfyllingu og það tekur um 30 mínútur að gera hana.
Fyllingin
- 1/2 bolli hnetusmjör (nota alltaf smooth frá Whole Earth)
- 1 msk hlynsíróp (eða önnur sæta)
- 1 msk kókoshveiti
Súkkulaðið
- 200 gr vegan súkkulaði (nota 70% Nóa Siríus konsum) 200 gr
- 2 msk kókosolía (bragð-og lyktarlaus)
Aðferð
- Undirbúðu bökunarskúffu eða annað undirlag og raða muffinsformum upp. Fyrir þessa uppskrift eru það 24 lítil eða 12 stór. Persónulega finnst mér best að nota lítil þá er hægt að stinga hverjum bita beint upp í munn og leyfa honum að bráðna í munninum en síður á höndum. Gerðu pláss í frystinum fyrir þessa plötu.
- Næst gerirðu fyllinguna með því að hræra þessum þremur innihaldsefnum saman í lítilli skál með gaffli eða skeið þar til vel blandað. Lokaðu skálinni og settu inn í frysti í 15-20 mín. Með þessu verður auðveldara að forma fyllinguna.
- Taktu út úr frystinum og mótaðu fyllinguna í eins konar krónur. Taktu ca 1/2-1 tsk af fyllingu (fyrir lítil form, 1-2 tsk fyrir stór) og mótaðu með höndunum. Gott að gera kúlur og pressa svo niður á flatt yfirborð (ætti að gera um 12 stórar eða 24 litlar)
- Settu í frysti/ísskáp þar til súkkulaðið er tilbúið.
- Gerðu súkkulaðið með því að bræða það varlega ásamt kókosolíunni yfir vatnsbaði.
- Fylltu botn af muffinsformi með bræddu súkkulaði (ca 1-2 tsk). Létt hristu skúffuna sem formin eru á til að jafna sukkulaðið út í formunum. Legðu eina fyllingu varlega ofan á súkkulaðið og gerðu við öll formin.
- Settu svo ca 1 msk af bræddu súkkulaði yfir fyllinguna og dreifðu varlega svo yfirborðið verði jafnt.
- Settu varlega í frysti í ca 15-20 mín
- Taktu úr frysti og taktu muffinsformin af. Settu í lokað ílat og geymdu í frysti eða leyfðu að þiðna í 10-15 mín áður en þú byrjar að njóta!
Vinsamlegast athugið! athugasemdakerfið er lokað eins og er.