Vegan karmellukex þakið súkkulaði

Vegan nammi bitar sem eru einfaldir að gera, léttir í magann og namm hvað þeir eru góðir með kaffinu.

Grunnur

  • 1/3 bolli kasjúhnetur
  • 1/3 bolli hafrar
  • 1 msk hlynsíróp (eða agave)
  • 1 msk kókosolía

Blandið kasjúhnetum og höfrunum í matvinnsluvél, með töfrasprota eða blandara og notið pulse stillingu í nokkrar sekúndur þar sem blandan er eins og gróft hveiti.

Bætið við kókosolíunni og sætunni (hlynsírópinu) og blandið vel og á blandan að vera nokkuð klístruð

Hellið blöndunni á bökunarpappír eða í bökunarform og þrýstið niður þar til komið er grunnlag sem er ca hálfur sentimeter á þykkt og nokkuð vel þéttað. Setjið í frystinn í ca 10-20 mínútúr á meðan þið blandið millilagið.

Millilag – Karmellan

  • 1/3 bolli döðlur
  • 2 msk hnetusmjör
  • 1 msk kókosolía
  • smá vatn
  • smá salt
  • Haframjólk/Möndlumjólk

Setjið döðlurnar í matvinnusluvél með smá vatni og blandið vel. Bætið við hnetusmjörinu, kókosolíunni og smá salti og blandið vel. Hellið hægt við smá haframjólk og blandið þar til þið eruð komin með karmellu sem er mjög mjúk og auðveld að vinna með.

Hellið þessu yfir kexlagið og setjið aftur inn í frysti.

Efsta lagið/súkkulaðilag

  • 1 bolli Dökkt, vegan súkkulaði brætt með 1-2 tsk af kókosolíu
  • 2 msk kakó
  • 2 msk hlynsíróp eða agave

Á meðan þetta kælist í frysti bræðið súkkulaðið og kókosolíuna yfir vatnsbaði.

Takið úr frysti og skerið í bita eða hellið súkkulaðinu jafnt yfir allt. Ef þið skerið ekki í bita setjið þá allt aftur í frysti og leyfið að vera þar í ca 20 mín. Takið þá út og skerið í bita.

Þið getið líka skorið í bita áður en súkkulaðið er sett á, þá er bitunum dýft í súkkulaðið og þeir þaktir alveg látið leka yfir karmellulagið með bræddu súkkulaðinu. (getið einnig blandað saman bræddri kókosolíu, kakó og hlynsírópi/agavesírópi).

Leggið bitana á disk eða fat og setjið aftur í frystinn í ca klukkutíma.

Engar athugasemdir

Vinsamlegast athugið! athugasemdakerfið er lokað eins og er.