12 nóv Truflaðar Vegan Trufflur
Þessar dásamlegu hnetusmjörs-súkkulaði vegan trufflur verða í boði með kaffinu um helgina. Þær eru svo einfaldara, stútfullar af góðri næringu og þá helst fyrir sálina og góða skapið. Innihald þeirra er það sama og í þessum dásemdarmolum. Hnetusmjör er með frekar hátt próteininnihald og nota ég það mikið til að auka bæði prótein og fitu í mínu mataræði.
Fyllingin
- 1 bolli hreint lífrænt hnetursmjör (nota Whole Earth Smooth)
- 1/4 bolli hreint lífrænt hlynsíróp
- 1/2 bolli kókoshveiti
Öllu blandað saman með sleif eða skeið. Móta svo hálfar kúlur með skeið og höndum (eða ísskeið ef þið eigið, þá er gott að frysta deigið í ca 5-10 mín áður en þið byrjið). Móta hálf-kúlurnar (ekki hnoða). Setja svo á slétta helminginn á litla plötu með pökunarpappír og inn í frysti í 20-30 mín).
Súkkulaðihjúpur (gott að byrja að gera ca 5 mín áður en þið takið trufflurnar úr frystinum):
- 100 gr af hreinu, lífrænu, dökku vegan súkkulaði (nota oftast 70% konsúm frá Nóa Siríus)
- 1/4 tsk kókosolía
Bræðið saman yfir vatnsbaði.
Dýfið slétta helmingnum ofan í súkkulaðið og setjið svo kúlurnar varlega á hvolf aftur á bökunarpappírinn (eða þekið alla truffluna með súkkulaðinu). Setjið svo allt í frystinn í 5-10 mín.
Snúið aftur yfir á helminginn sem er þakinn súkkulaði eða á slétta hleminginn og dreifið restinni af súkkulaðinu (skreytið) yfir trufflurnar td með skeið og mótið fallegt mynstur á hverja trufflu.
Setjið aftur í frysti í 15-20 mín og berið svo fram ljúffengar vegan trufflur með góðu kaffi. Eða stelist í einn og einn bita þegar sykurþörfin kallar og stingið heilum í munninn!!
Vinsamlegast athugið! athugasemdakerfið er lokað eins og er.