30 okt PUMPKIN SPICE SMOOTHIE MEÐ PRÓTEINI
Pumpkin Spice Smoothie – Kryddaður Graskers Smoothie
Uppáhalds próteinsmoothieinn minn er Pumpkin Spice Smoothie. Sérstaklega á haustin og veturna. Kryddaður, mjúkur, hlýr og næringarríkur. Vildi stundum óska að grasker væru til allan ársins hring en þá kemur sterkt inn að nota pumpkin puree sem fæst stundum í Vegan búðinni.
Grasker eru einfaldlega dásamleg á haustin og ég geri mér oft Graskers-og Sætkartöflusúpuna á sama tíma. Um að gera að prófa með hana ólíkar týpur af Graskerum.
Set stundum möndlusmjör eða crunchy hnetusmjör þegar mig langar að tríta mig. Bragðbætir og gefur smá auka þykkt eða áferð.
Inniheldur:
- 350 ml möndlumjólk ósætt
- 100 gr Pumpkin Puree*
- 1/2 frosinn banani
- Vanillu Prótein duft **
- 1 msk chia fræ
- 1-1,5 tsk Pumpkin Spice krydd
- 1 tsk kanill
- Smá salt
- (Valkvætt: 1 msk möndlusmjör eða 1 msk hnetusmjör)
Aðferð:
Allt sett í blandara og blandað í ca 1 mín.
Macros:
- 308 kcal
- 10.6 g fita
- 27.9 g kolvetni
- 27.3 g prótein
* hægt að gera eigið með því að skera grasker í tvennt, steinhreinsa, leggja a hvolf í eldfast form, botnfylla formið af vatni og baka á blæstri á 200 gráðum í 40 mín. Mæli ekki með að nota Butternut Squash í þetta. Frekar lítið venjulegt grasker eða grænu graskerin. Er stundum til tilbúið í Vegan búðinni í dósum.
**ég nota Womens Best Vegan Vanillu prótein sem fæst á Perform.is og Hagkaupum
Vinsamlegast athugið! athugasemdakerfið er lokað eins og er.