29 okt GRÆNN DRYKKUR – MEÐ PRÓTEINI
Grænn Drykkur
Einn bragðbesti Græni drykkur sem ég hef smakkað er Glóandi Græna Bomban
Í þessari uppskrift hef ég svo aðlagað hann þannig að hann innihaldi Prótein.
Hluti af daglegri sjálfsumhyggju minni er grænn drykkur og eftir að ég fór að huga meira að uppbygginu og viðhaldi vöðvamassa hef ég verið dugleg að bæta út í hann prótein dufti. Persónulega finnst mér vanillu best út í græna drykki.
Þetta er einn af mínum „go-to“ grænu og ég veit mér líður vel þegar ég byrja daginn á þessum. Það er auðvelt að breyta honum, bæta út í það sem þið eigið í ísskápnum og ég mæli með að hafa alltaf hlutfall af grænmeti 70% á móti ca 30% ávöxtum.
Þessi er góður fyrir meltinguna og einstaklega næringarríkur.
Uppskriftin mín er oftast þessi
Innihald:
- 50 gr spínat
- 50 gr romain salat/grænkál (eða bara annað grænt salat sem þið eigið)
- 1-2 stilkar sellerí
- 1/2 lífrænt epli
- 1/2 banani (frosinn)
- 1 sítróna (safinn úr henni)
- 1-2 cm bútur af engifer og/eða slatti af ferskri steinselju (valkvætt en mæli með að hafa)
- 300-400 ml ískalt vatn (eða eftir þörfum)
- 1 skammtur Vanillu Prótein – ég nota Women´s Best Vegan sem fæst í Perform.is og Hagkaupum
Aðferð:
Setjið vatn og allt það græna í blandarann og blandið vel í ca mínútu. Bætið út í epli, banana og sítrónusafa og blandið áfram í ca 30 sek. Bætið þá út í Próteininu og nokkrum klökum til þess að gera hann froðukenndari.
Macros fyrir áhugasama:
- 258 kcal
- 35 g kolvetni
- 26 g prótein
- 3 g fita
Vinsamlegast athugið! athugasemdakerfið er lokað eins og er.