Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun, á milli svefns og vöku.
FRÍTT YOGA NIDRA!
Yoga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla. Yoga Nidra leiðir þig niður í mjög djúpa slökun, á milli svefns og vöku. Þar verður hugurinn og líkaminn laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinnn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama eins og þriggja tíma svefn.
Ása Sóley, jógakennari hjá Yoga & Heilsa og Kula Yoga, hefur ákveðið að gefa okkur frítt Yoga Nidra. Þessir tímar hjá Ásu Sóley, bæði af upptöku og í tímum hjá henni, hafa hjálpað mér persónulega í gegnum mjög erfiða tíma. Ég get ábyrgst að ef þú gefur þér 30-40 mínútur á dag, á hverjum degi eða amk 3 sinnum í viku munir þú ná mun meiri vellíðan og ró sem og betri svefni.
Ég notaði yoga nidra mjög mikið í mínu bataferli og þá sérstaklega þessa tíma frá Ásu. Þeir hjálpuðu mér að ná meiri ró í líkamann eftir mjög langt og erfitt ferli að bata úr áfallastreituröskun. Þeir kenndu mér að tengja betur við líkamann og heyra betur í innsæinu.
Leggstu niður á þægilegan stað með hátt undir hné. Það má gera Yoga Nidra hvaða tíma dags sem er. Slökktu á símanum. Leggðu yfir þig teppi og jafnvel eitthvað yfir augun og leyfðu Ásu Sóley að leiða þig niður í djúpa slökun og hugleiðslu þar sem bíður þín vellíðan og ró.
Vinsamlegast athugið! athugasemdakerfið er lokað eins og er.