Rauðrófu Smoothie skál

 

 

Smoothie skál er svo einföld og þægileg leið til þess að koma fjölmörgum nauðsynlegum næringarefnum í kroppinn á ljúffengan og einfaldan hátt. Bæði er hægt að stýra því að innihaldið sjálft sem er sett í smoothie uppskriftina séu í grunninn mestmegnis nærandi en einnig er hægt að bera skálarnar fram með alls konar „toppings“. Þá er best að velja toppings sem innihalda einnig þau næringarefni sem þig eða fjölskyldumeðlimi skortir helst og pasa upp á að sykurinnihald hækki ekki óþarfa mikið. Þessi smoothie er td bæði með banana og rauðrófum og því nokkuð hátt sykurinnihald en allt er þetta mjög hollt og því tilvalið að bæta ofan á fræjum, hnetum, kókosflögum, berjum eða grænu epli til að skapa jafnvægi.

Á þessu heimili er vinsælast að gera skálar úr Glóandi Grænu Bombunni eða úr þessum Rauðrófu Smoothie.

Rauðrófur eru stútfullar af góðum næringarefnum og andoxunarefnum og frábær leið til þess að auka blóðflæðið. Ég hef verið að glíma við járnskort og nota oft bæði Glóandi Grænu Bombuna og þennan Rauðrófu Smoothie til þess að hágmarka inntöku járns án þess að þurfa að nota töflur.

 

Innihald

  • 1 rauðrófa (kaupi oftast forsoðnar í pakka, nota 1-2 í svona smoothie og svo rest í salat með eplum)
  • 2-3 dl frosin hindber
  • 1 lítill banani eða hálfur stór.
  • myntulauf af 5-6 stilkum
  • 2,5 dl kókosvatn

 

Aðferð

Allt sett í blandara og blandað þar til „smooth“.

Hellið í skál og dreifið svo yfir ykkar uppáhalds „toppings“. Mér finnst gott að dreifa yfir þessa td. kókosflögum, hindberjum, niðurskornum grænum eplum, furuhnetum og valhnetum.

Ég vona innilega að þið njótið þess að dekra við kroppinn ykkar með þessari bragðgóðu og dásamlegu smoothie skál <3

 

Engar athugasemdir

Vinsamlegast athugið! athugasemdakerfið er lokað eins og er.